Seinasta færslan af þrjátíu. Haldið ykkur fast.
The Untouchables
Þessi mynd er eftir leikstjórann Brian de Palma og gerð árið 1987. Hún fjallar um Elliot Ness og baráttu hans við mafíuforingjann Al Capone í Chicago þriðja áratugarins.
Það er erfitt að segja að það sé annað en úrvalslið leikara sem sjá um aðalhlutverkin. Kevin Costner tekur á hlutverki Elliot Ness og fer ágætlega með og Sean Connery er góður sem aðstoðarmaður hans. Þó finnst mér Robert de Niro bestur í hlutverki Al Capone en það má kannski segja að hann hafi fengið mest djúsí hlutverkið.
Ég sá þessa mynd í áttunda bekk og var þetta fyrsta "gangster" myndin sem ég sá. Ég hreifst strax af henni en þetta er í raun ekta Hollywood stórmynd. Þarna fer saman spenna, drama og smávegis af húmor en þetta er svo vel gert að maður getur ekki annað en hrifist af. Mörg atriðin eru mjög eftirminnileg, t.d. atriðið þar sem barnavagninn fer niður tröppurnar á lestarstöðinni. Þegar ég sá myndina seinna, hvort það hafi verið fyrir tveimur árum, fannst mér hún stundum verða ansi klisjukennd. Það var þó ekki nógu mikið til að lækka hana verulega í áliti hjá mér.
Myndin helst spennandi til loka og Ness og félagar eru á tímum afar flottir. Það er eitthvað svo töff við það að taka á Al Capone með fjögra manna lið og dæmið gengur algjörlega upp. Hvað sem öðru líður, þá er þetta stórskemmtileg mynd og það er líka ástæðan fyrir stöðu hennar á topp tíu listanum.
Brian de Palma hyggst gera framhald á næsta ári. Hún á víst að fjalla um komu Capone til Chicago og leið hans til valda. Spennandi að sjá hvort að de Palma takist að endurvekja töfrana úr þessari.
Þangað til næst, sjáumst!
Friday, December 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Skemmtileg tenging: Atriðið með barnavagninn á lestarstöðinni er bein tilvísun í tröppuatriðið í Battleship Potemkin.
Brian de Palma er skemmtilega mikið bíónörd, og leitar mikið í kvikmyndasöguna. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það.
Umsögn um blogg
30 færslur, öflugur lokasprettur.
Yfirleitt mjög fínar færslur, varla veikan blett að finna.
10
Post a Comment