Thursday, December 6, 2007

Topp tíu frh.

Jæja, Matrix er næst á listanum en ég nenni ekki að skrifa um hana núna og geymi hana í bili. Blues Brothers var ég búinn að skrifa um og þá er bara næsta í röðinni:

American History X

Mig minnir að ég hafi aðeins séð þessa einu sinni. Það hefur líklega verið í áttunda bekk en hún situr mér enn ofarlega í minni. Í raun er erfitt að horfa á þessa mynd til enda og muna ekkert eftir því.

American History X fjallar um fyrrverandi nýnasista sem reynir að hindra bróður sinn í að fara sama veg og hann sjálfur. Edward Norton leikur nýnasistann af sinni alkunnu snilld og Edward Furlong bróður hans. Leikstjórinn er Tony Kaye en hann hefur ekki verið afkastamikill og þetta vafalaust hans besta og langþekktasta mynd.


Myndin lýsir, stundum á mjög grófan hátt, hversu djúpt kynþáttahatrið getur legið í hugum manna. Myndin er svo sannarlega ekki við hæfi barna eða viðkvæma og eflaust mörgum sem finnst nóg um. Þó mér finnist hún óþarflega brútal á köflum, þá snerti myndin og sagan sem hún segir virkilega við mér. Handritið og söguþráðurinn, ásamt leik Nortons, gera þessa mynd virkilega góða. Kíkjið á þessa ef þið eruð ekki búin að því.

No comments: