Monday, December 3, 2007

Dagskrá vikunnar

Jæja, núna þarf maður að blogga eins og brjálæðingur þessa vikuna. Siggi tekur saman einkunnirnar um næstu helgi og maður getur ekki annað en haft þrjátíu færslur tilbúnar þá.

Ég missti af sýningu á Rashomon eftir Kurosawa. Það voru ekki allir í bekknum sammála um ágæti hennar en hins vegar hefur pabbi hrósað henni í hástert svo mér líst bara ágætlega á þetta. Hann er líka alltaf að tala um það að maður eigi að horfa á sem flestar myndir þegar maður er enn ungur að árum. Það er ábyggilega mikið til í því, allavegana ef ég er sonur hans þá á ég eftir að gerast sérvitur með aldrinum. Það er því ýmislegt til í þessu hjá kallinum. En ég þarf sem sagt að skella inn hörkufærslu um Rashomon til að fá mætingu í bíótímann.

Annars hef ég varla tíma til að horfa á fleiri myndir í vikunni. Það verða því fleiri færslur um myndir sem ég hef séð áður. Svo luma ég kannski á einhverjum vangaveltum sem ég skelli hérna inn. Búið að vera allt of lítið af því hérna. Meira bara sama formúlan aftur og aftur hjá mér. Ætli ég reyni ekki að sýna örlitla fjölbreytni þessa seinustu viku.

Það er mánudagur í dag og ég þarf að vera kominn með þrjátíu færslur að morgni laugardags. Eða ég set stefnuna á það. Hmm, það eru þá fjórir dagar eftir og níu færslur. Það gera 2,25 færslur á dag. Og auðvitað þarf ég að horfa á Rashomon, sem er reyndar bara tæpar 90 mínútur. Núna duga sko engin vettlingatök, það er nokkuð ljóst!

No comments: