Wednesday, December 5, 2007

Topp tíu frh.

Donnie Darko

Donnie Darko er næst á listanum góða. Hún var gefin út árið 2001 en ég sá hana ekki fyrr en hún var sýnd á RÚV, þegar ég var í tíunda bekk. Það er í raun ótrúlegt að þeir skuli hafa sýnt þriggja ára gamla mynd en það ómögulega getur gerst.

Þessi mynd fjallar um ungling, Donnie Darko, sem er orðinn vel þreyttur á ameríska úthverfalífinu. Í myndinni fær hann sýnir með undarlegri kanínu, sem lætur hann fremja ýmis afbrot í svefni og bjargar honum líka úr hræðilegu slysi. Hann virðist ekki eiga samleið með fjölskyldu sinni, bekkjarfélögum eða kennurum en hrifst svo af nýju stelpunni í bekknum.


Jake Gyllenhaal leikur þennan einræna ungling og tekur hlutverkið með trompi. Hann nær þessu "mér er sama um allt" viðhorfi fullkomlega en tekst að halda í bæði kúlið og smá dassi af "góði gæjinn" fílingi líka. Leikstjórinn er Richard Kelly en hann virðist ekki hafa gert margt merkilegt fyrir utan þessa mynd. En auðvitað á hann hrós skilið fyrir þessa mynd.

Þetta er virkilega góð mynd. Handritið er frábært og oft leynist líka kaldhæðinn undirtónn sem fær mann til að brosa. Endirinn er afar flottur og vekur upp miklar pælingar um restina af myndinni. Mjög góð ræma.

No comments: