Ég horfði á myndina "Paris, Texas" frá árinu 1984 um daginn. Hún fjallar um mann að nafni Travis sem að hefur verið týndur í fjögur ár en finnst loks í miðri eyðimörkinni í Texas. Bróður hans tekur hann að sér og maðurinn reynir að púsla saman lífi sínu aftur.
Ég horfði á þessa mynd aðallega af því að söguþráðurinn hljómaði ágætlega. Hins vegar nefndi skoska hljómsveitin Travis sig eftir aðalpersónunni og ég hefði líklega aldrei séð myndina ef Travis væri ekki uppáhaldshljómsveit Unnsu.
Eins og ég sagði fannst mér söguþráðurinn hljóma ágætlega. Og myndin byrjaði líka vel. Hún hélt manni ágætlega við efnið og það var spennandi að vita hvaða fortíð þessi maður hafði átt. Hins vegar varð hún hægari eftir því sem leið á hana. Myndin varð aðeins of listræn fyrir minn smekk og tilgerðarleg undir lokin.
Þessi mynd hefði mátt vera styttri og hnitmiðari og þá hefði hún kannski hitt í mark. Hún missti hins vegar marks hjá mér vegna lengdar og langdregni.
Tuesday, November 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mér hefur aldrei líkað neitt sérstaklega vel við Wim Wenders, en ég er honum þó þakklátur því hann gerði kvikmyndatökumanninn sinn, Robby Mueller, heimsfrægan. Ég sá einmitt þessa þegar ég tók mig til og leitaði uppi heilan helling af myndum sem Mueller hafði starfað við eftir að ég sá Dead Man. Og ég sá nokkrar mjög góðar myndir sem ég hefði kannski ekki séð, eins og Barfly og Repo Man. Mæli með að þið kíkið á imdb-síðuna hans Muellers, það er fullt af brilljant myndum þar. Það er líka skemmtileg tilbreyting að leita að myndum eftir einhverju öðru en leikstjórum og leikurum.
Post a Comment