Thursday, November 1, 2007

La Regle du jeu (Reglur leiksins)

Á mánudaginn horfðum við á frönsku myndina La Regle du jeu frá árinu 1939. Myndin er eftir leikstjórann Jean Renoir og segir frá lífi og samskiptum fólks í Frakklandi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld.

Mér fannst áhugavert að sjá hve samfélagið var ólíkt því sem maður sjálfur er vanur. Þarna var hástéttin mætt á sveitasetrið á kanínuveiðum og þjónustufólkið þeirra að sjálfsögðu slúðrandi um herrana. Til dæmis var gaman að sjá hversu auðveldlega sumir héldu fram hjá maka sínum, hvort sem það var þjónustustúlkan eða snobbaði auðmaðurinn. Renoir gerir óspart grín á kostnað hástéttarinnar og tókst oft vel.

Að öðru leyti greip myndin mig ekkert sérstaklega. Persónurnar sem voru hvað ýktastar fóru stundum í taugarnar á mér. Mér fannst kvikmyndin ganga frekar hægt líka og eytt í samtöl sem vöktu engan áhuga hjá mér.

Þessi mynd var efst á lista yfir bestu "útlensku" myndir allra tíma sem að Siggi benti okkur á um daginn. Satt að segja veit ég ekki hvort hún á skilið að vera þar. Það gæti þó verið að seinna muni maður kunna að meta hana betur.

No comments: