Kíkti á þessa í seinustu viku. Myndin fjallar um náunga sem lifir frekar tilbreytingarlausu lífi og á erfitt með að láta ástarsambönd sín endast til lengri tíma. Myndin er gerð eftir bók með sama nafni eftir höfundinn Nick Hornby.
Þetta var fínasta mynd. John Cusack leikur aðalhlutverkið og stendur sig vel. Hin myndin sem ég hef séð með honum er America's Sweethearts sem er léleg mynd. Ég hafði því ekki mikið álit á honum áður en ég kíkti á þessa en hann stóð fyrir sínu kallinn. Jack Black á fínt hlutverk líka, hann er alltaf góður.
Það voru þó nokkur fyndin atriði og karakterarnir mjög skemmtilegir. Myndin nær réttu blöndunni af drama og skemmtilegheitum og heldur manni alla leið. Ég mæli með þessari.
Thursday, November 29, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment