Hversu slæm getur ein mynd verið?
Þetta er stór spurning sem framleiðendur myndarinnar Failure to Launch ákváðu að tækla af fullum krafti. Og þeirra svar við spurningunni var nokkuð gott. Eða lélegt, öllu heldur.
Eina ástæðan fyrir því að ég sá þessa mynd var að mér áskotnaðist boðsmiði á hana. Ég vissi svo sem ekkert um hana en ég get ekki sagt að ég hafi búist við miklu.
Flest við þessa mynd hefur sést þúsund sinnum áður í kvikmyndum og, það sem verra var, þá var það allt skelfilega lélegt. Handritið var lélegt og myndin nánast samhengislaus. Leikararnir stóðu sig illa, það var nákvæmlega ekkert að gerast á milli Matthew McConaughey og Sarah Jessica Parker. Í raun var meginhugmyndin á bak við kvikmyndina slæm. Ég nenni ekki einu sinni að fara út í þann pakka.
Ég man ekki hvort að eitthvað gott hafi verið við þessa mynd. Mig rámar í að ég hafi hlegið í kannski einu atriði en ég er ekki viss. Meira að segja plaggatið var hörmulegt:
Þegar ég sé svona kvikmyndir, hugsa ég til þeirra fjármuna sem fara í svona rusl á hverju ári. Þeir eru gríðarlegir og þeim er gríðarlega illa eytt, gæti maður sagt. Á móti kemur hins vegar að þetta er ákveðinn iðnaður og þúsundir fólks vinnur við þetta og hefur lífsafkomu af. En af hverju þá að gera svona margar myndir skelfilega ómerkilegar?
Thursday, November 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment