Ég og Unnur tókum létt maraþon um daginn og horfðum á fyrstu stjörnustríðsmyndirnar. Þessar myndir hafa vissulega fengið afar mikinn nördastimpil á sig en ég held að mörgum finnist þær þó algjör klassík. Þegar kemur að þessum myndum verður bara að líta framhjá svoleiðis stimplum. Þær eru bara svo helvíti skemmtilegar og vel gerðar.
Ég er á því að önnur myndin sé best. Ástæðan fyrir því er að í fyrstu myndinni gerist ekki mikið, þar er verið að kynna svo marga til leiks og þrátt fyrir að þriðja sé ansi góð þá er eitthvað meira djúsí við aðra myndina. Þar ríkir meira vonleysi og svo kemur þar Lando Calrissian fyrst fram en Billy Dee Williams er afar svalur í því hlutverki.
En já, það er margt í þessari mynd sem er afar vel gert. Tæknibrellurnar voru náttúrlega svakalegar á sínum tíma og þó þær séu kannski afar fornfálegar samkvæmt núgildandi stöðlum þá trufluðu þær mig lítið. Það er til dæmis eitthvað svo heimilislegt við brúðurnar og mér fannst þeir hefðu mátt sleppa mörgu af því sem þeir bættu við í afmælisútgáfunni. Þar bættu Lucas og félagar til dæmis við slatta af tölvugerðum fígúrum en mér fannst aðeins of mikið af því. Við náum því til dæmis alveg ef Geimgengill og félagar eru staddir á bar, það er alveg óþarfi að bæta inn tölvugerðu tónlistaratriði þar sem einhver geimvera dansar tangó. Eftir á að hyggja er það atriði verðugt þess að spóla yfir, reyndar var það í þriðju eða fyrstu myndinni held ég.
Allavegana. Leikararnir standa sig ágætlega, Harrison Ford er afar töff en Mark Hamill sem Logi Geimgengill getur verið heldur mikill vælukjói á köflum. Það er að vísu að miklu leyti persónan sjálf, kannski ekki beint Hamill að kenna. Hverju öðru lék hann annars í? Er þetta kannski sama og með Elijah Wood, sem verður kannski alltaf þekktur sem Fróði? Við nánari aðgrennslan virðist sem Hamill hafi bara dottið í gott chill eftir seinustu Stjörnustríðsmyndina. Hann hefur líklega vaðið í peningum, sé miðað við gríðarlega velgengni þessara mynda.
Mörg atriði í myndinni eru flott. Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt bardagaatriðið í snjónum í byrjun myndarinnar og bardaginn milli Svarthöfða og Loga er einnig góður. Þessi mynd er líka laus við einhver væmin siguratriði eins og var í lok A New Hope og Episode 1.
Þema Stjörnustríðsmyndanna er barátta góðs og ills. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem það sést en þó svínvirkar þetta hjá Lucas og félögum. Sagan er nægilega góð, persónurnar eftirminnilegar og myndirnar vel gerðar. Þetta kristallast í Empire Strikes Back, sem er allt í allt frábær mynd og tímalaus klassík.
-Svo kemur reyndar í ljós að þetta er allt saman tekið úr myndum eftir Kurosawa. Maður hefði svo sem getað sagt sér það sjálfur.
Monday, November 19, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment