Draumar Kurosawa er mynd sem ég sá í æsku, líkt og Blues Brothers sem ég bloggaði um í seinustu viku. Þessi mynd, sem er eftir Kurosawa, er byggð á draumum sem hann hafði í gegnum ævina.
Það er ekki mikið um samtöl í þessari mynd heldur byggist hún aðallega á myndatöku og atriðum. Henni er skipt niður í átta kafla sem fást hver við sinn draum.
Þessi mynd er ansi mögnuð. Það er erfitt að lýsa henni en uppbyggingin tekst fullkomlega og allir draumarnir njóta sín vel. Oft eru einhverjar pælingar á bak við draumana og atriðin, til dæmis snertir Kurosawa á kjarnorkuslysum og dauðanum.
Kurosawa er auðvitað einn af þeim allra bestu og þó að kallinn sé áttræður þegar hann gerir þessa kann hann þetta enn. Þetta er ein af eftirminnilegri myndum sem ég hef séð.
Thursday, November 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment