Auðvitað er þetta hrein gamanmynd, enda eru ófá skemmtileg atriði í myndinni. Belushi fer auðvitað á kostum og Dan Akroyd virkar vel sem þögla týpan. Talandi um hann, þá er sjokkerandi að sjá kallinn fitna á milli mynda. Strax í Ghostbusters var hann orðinn búttaður og það er eins og maðurinn hafi bara misst sig í bakkelsi og hamborgurum eftir að hann meikaði það.
En talandi ekki um Dan Akroyd, þá er húmorinn í þessari mynd frábær. Hann er vel svartur á köflum og til að mynda frábært atriðið á veitingastaðnum þar sem Belushi býður í dóttur mannsins á næsta borði. Atriðið með löggubílinn í byrjun myndarinnar er líka frábært.
Þessi mynd er kannski ekki leikrænt meistaraverk og ég hef í raun ekki hugmynd um hver leikstýrði henni. Það eina sem skiptir máli er að Blues Brothers er skemmtileg og fyndin mynd sem allir verða að sjá. Algjör klassík.

Ábending: Ekki horfa á Blues Brothers 2000, hún er drasl.
No comments:
Post a Comment