Wednesday, October 17, 2007

Land of the dead

Ég sá myndina Land of the dead fyrir ári eða svo. Leikstjórinn er enginn annar en George Romero, sá sami og gerði fyrri Dawn of the dead myndina. Þessi mynd fæst sem sagt við uppvakninga og má kalla sjálfstætt framhald Dawn of the dead.

Jörðin er yfirfull af uppvakningum og það er aðeins ein borg óhult. Hún er á einhvers konar eyju og mikil örrygisgæsla gagnvart bæði afturgöngunum og íbúum fátækrahverfana í kring. Stjórnandi þessa litla ríkis er gjörspilltur og svífst einskis. Á einhverja daga fresti þarf mannfólkið hins vegar að sækja vistir í nærliggjandi bæji þar sem afturgöngurnar reika um. Í þessum ferðum notast fólkið við flugelda og standa þá hinir dauðu og stara á þá. Núna eru hins vegar afturgöngurnar farnar að hugsa. Þær láta ekki lengur glepjast af flugeldunum og þetta skapar mikla hættu fyrir mannfólkið. Svo fjallar myndin um uppgang hinna dauðu og innrás þeirra í borgina.

Persónusköpun þessarar myndar er skelfileg. Það mætti halda að leikstjórinn og handritshöfundarnir hefðu sankað saman mestu stereótípunum úr hasarmyndum samtímans og svo ýkt þær um helming. Það er bara skelfing að horfa upp á þetta. Leikurinn er á sama stigi og persónusköpunin.

Söguþráðurinn er líka ógurlega ómerkilegur og fyrirsjáanlegur. Öll uppbygging persóna í myndinni, það litla sem leikstjórinn reynir, fer forgörðum og gengur ekki upp. Það eru ekki einu sinni góðar brellur í þessari mynd. Í staðinn fyrir að finna fyrir spennu í spennuatriðunum gat maður ekki annað en hlegið.

Skelfileg mynd.

No comments: