Jæja, nú er jólafríið komið og farið. Fyrirfram hafði ég ætlað mér að horfa aftur á einhverjar gamlar myndir og vonandi sjá einhverjar nýjar. Það tókst bara nokkuð vel hjá mér.
Ég byrjaði á því að horfa á Dumb and Dumber frá '94. Unnur hafði aldrei séð hana og allt of langt síðan ég hafði séð hana. Og það er aldeilis nauðsynlegt að rifja þessa upp. Hún stóð rækilega fyrir sínu og enn meðal fyndnari mynda sem ég hef séð, ef ekki sú fyndnasta. Mig grunaði að hún hefði elst af mér og að húmorinn væri of barnalegur fyrir mig en raunin var önnur. Þvert á móti fannst mér hún drepfyndin og mig grunar að það sé vegna þess einfaldlega hve góðir grínleikarar Carrey og Daniels eru. Það gæti náttúrlega verið að ég hafi ekkert þroskast öll þessi ár en eigum við að ræða það eitthvað frekar?
Ég ákvað að stæla aðeins Brik og sýna ykkur eitt af mörgum frábærum atriðum úr myndinni:
Næst kíktum við á Shawshank Redemption sem er líka frá 1994. Önnur mynd sem Unnur hafði aldrei séð og ég aðeins séð einu sinni og því um að gera að rifja hana aðeins upp. Emil skrifaði ágætis færslu um þessa mynd þar sem hann var í sömu aðstöðu og ég, sem sagt að sýna einhverjum myndina sem hafði ekki séð hana áður. Ég hæpaði hana kannski aðeins um of en ég reyndi þó að segja sem minnst. Unnur var annars bara nokkuð hrifin af myndinni og ég auðvitað sömuleiðis. Robbins og Freeman ná ákaflega vel saman í þessari og ég stefni á að sjá fleiri myndir með Robbins, kannski maður byrji þá á Mystic River, hver veit. Einhverjir góðir pointerar hvar skal byrja þar?
En fríinu var ekki lokið þarna. Við héldum áfram, óafvitandi reyndar, með 1994 þemað og horfðum á Fjögur brúðkaup og jarðarför. Þar er á ferðinni ágætis bresk gamanmynd um krúttlegan klaufa sem hefur ekki mikillar gæfu að fagna í samböndum við hitt kynið. Auðvitað leikur Hugh Grant aðalhlutverkið þar. Handritið er ágætt og góður leikarahópurinn heldur myndinni uppi. Þegar ég tala um "góðan leikarahóp" mætti kannski mínusa frá Andie McDowell en ég er ekkert ótrúlega hrifinn af henni. Hvar skyldi hún annars vera þessa dagana, eitthvað hefur frægðarsól hennar dofnað. Mér er reyndar nokkurn veginn sama. Hvað um það, þetta er ágætis ræma.
Á milli Shawshank og Fjögurra brúðkaupa var horft á The Matrix. Ég verð nú að segja að hún var betri í minningunni en samt var hún alls ekki slæm. Ýmsar góðar pælingar í gangi en þó fannst mér aðeins of mikill Hollívúdd bragur yfir henni. Reeves er ekkert spes en mörg atriði frábær og tæknivinnsla afar flott. Að sjálfsögðu ber þar einna hæst atriðið þar sem þau sækja Morpheus.
Þó svo að þessi topplisti hérna á síðunni sé ekkert svakalega formlegur finnst mér rétt að taka Matrix út af honum. Mér finnst hún hafa dofnað svolítið síðan ég sá hana seinast og kannski eru það skelfilegu framhaldsmyndirnar sem skemma fyrir henni. Í staðinn kemur The Eternal Sunshine of The Spotless Mind með Jim Carrey í aðalhlutverki. Carrey er einn af mínum uppáhaldsleikurum og hann er í fantaformi í henni. Ég blogga ábyggilega betur um hana seinna.
En jæja, við lukum svo fríinu með blöndu af nýársdagskrá RÚV og opinnar Stöðvar 2.
Við byrjuðum á Syndum feðranna á RÚV en það er heimildamynd um Breiðavíkurmálið. Hún var mjög flott fannst mér, vel unnið úr viðkvæmu máli líkt og Veðramót gerði.
Eftir hana kíktum við á mest alla War of the Worlds eftir Spielberg. Þar er Tom Cruise í aðalhlutverki og er lélegur og leiðinlegur. Mjög súr mynd þarna á ferðinni, í raun algjörlega dæmigerð og klisjukennd Hollivúdd mynd þar sem afar lauslega er farið eftir söguþræði skáldsögu Wells.
Eftir skelfinguna tók hins vegar snilldin við en þar var kvikmyndin Ray á ferðinni. Þar fer Jamie Foxx með hlutverk Ray Charles í mynd sem er byggð á fyrri hluta ferils hans. Viðfangsefni myndarinnar er auðvitað einn af allra bestu tónlistarmönnum okkar tíma. Úr nógu er að moða en Charles var frumkvöðull á tónlistarsviðinu og lifði stormasömu og dramatísku einkalífi. Mjög vel gerð mynd og minnir óneitanlega á myndina um Johnny Cash þar sem Joaquin Phoenix fer á kostum. Unni fannst hún reyndar betri án þess að draga af þessari og fannst myndin um Cash persónulegri. Mér fannst myndirnar álíka góðar.
Annars hafði ég aðeins kynnst Jamie Foxx í gegnum þættina In Living Color sem voru sketsaþættir á fyrri hluta tíunda áratugarins. Hann kom mér mjög skemmtilega á óvart í Ray og mér fannst hann eiga Óskarinn fyllilega skilið, hvert svo sem gildi þeirra verðlauna er. Ray Charles hitti víst Foxx áður en hann fékk hlutverkið og samþykkti hann eftir að þeir höfðu spilað saman í nokkra klukkutíma. Ætli það sé nokkuð hægt að fá betri meðmæli en það, allavegana fyrir þetta hlutverk.
Sem sagt, ágætis uppskera í þessu fríi. Mér fannst mjög gott að rifja upp nokkrar kvikmyndir og þó ég hefði að vísu stefnt á að horfa á fleiri nýjar er þetta vel viðunandi. Gleðilegt ár!
Sunday, December 16, 2007
Friday, December 7, 2007
Svona rétt í lokin - topp tíu!
Seinasta færslan af þrjátíu. Haldið ykkur fast.
The Untouchables
Þessi mynd er eftir leikstjórann Brian de Palma og gerð árið 1987. Hún fjallar um Elliot Ness og baráttu hans við mafíuforingjann Al Capone í Chicago þriðja áratugarins.
Það er erfitt að segja að það sé annað en úrvalslið leikara sem sjá um aðalhlutverkin. Kevin Costner tekur á hlutverki Elliot Ness og fer ágætlega með og Sean Connery er góður sem aðstoðarmaður hans. Þó finnst mér Robert de Niro bestur í hlutverki Al Capone en það má kannski segja að hann hafi fengið mest djúsí hlutverkið.
Ég sá þessa mynd í áttunda bekk og var þetta fyrsta "gangster" myndin sem ég sá. Ég hreifst strax af henni en þetta er í raun ekta Hollywood stórmynd. Þarna fer saman spenna, drama og smávegis af húmor en þetta er svo vel gert að maður getur ekki annað en hrifist af. Mörg atriðin eru mjög eftirminnileg, t.d. atriðið þar sem barnavagninn fer niður tröppurnar á lestarstöðinni. Þegar ég sá myndina seinna, hvort það hafi verið fyrir tveimur árum, fannst mér hún stundum verða ansi klisjukennd. Það var þó ekki nógu mikið til að lækka hana verulega í áliti hjá mér.
Myndin helst spennandi til loka og Ness og félagar eru á tímum afar flottir. Það er eitthvað svo töff við það að taka á Al Capone með fjögra manna lið og dæmið gengur algjörlega upp. Hvað sem öðru líður, þá er þetta stórskemmtileg mynd og það er líka ástæðan fyrir stöðu hennar á topp tíu listanum.
Brian de Palma hyggst gera framhald á næsta ári. Hún á víst að fjalla um komu Capone til Chicago og leið hans til valda. Spennandi að sjá hvort að de Palma takist að endurvekja töfrana úr þessari.
Þangað til næst, sjáumst!
The Untouchables
Þessi mynd er eftir leikstjórann Brian de Palma og gerð árið 1987. Hún fjallar um Elliot Ness og baráttu hans við mafíuforingjann Al Capone í Chicago þriðja áratugarins.
Það er erfitt að segja að það sé annað en úrvalslið leikara sem sjá um aðalhlutverkin. Kevin Costner tekur á hlutverki Elliot Ness og fer ágætlega með og Sean Connery er góður sem aðstoðarmaður hans. Þó finnst mér Robert de Niro bestur í hlutverki Al Capone en það má kannski segja að hann hafi fengið mest djúsí hlutverkið.
Ég sá þessa mynd í áttunda bekk og var þetta fyrsta "gangster" myndin sem ég sá. Ég hreifst strax af henni en þetta er í raun ekta Hollywood stórmynd. Þarna fer saman spenna, drama og smávegis af húmor en þetta er svo vel gert að maður getur ekki annað en hrifist af. Mörg atriðin eru mjög eftirminnileg, t.d. atriðið þar sem barnavagninn fer niður tröppurnar á lestarstöðinni. Þegar ég sá myndina seinna, hvort það hafi verið fyrir tveimur árum, fannst mér hún stundum verða ansi klisjukennd. Það var þó ekki nógu mikið til að lækka hana verulega í áliti hjá mér.
Myndin helst spennandi til loka og Ness og félagar eru á tímum afar flottir. Það er eitthvað svo töff við það að taka á Al Capone með fjögra manna lið og dæmið gengur algjörlega upp. Hvað sem öðru líður, þá er þetta stórskemmtileg mynd og það er líka ástæðan fyrir stöðu hennar á topp tíu listanum.
Brian de Palma hyggst gera framhald á næsta ári. Hún á víst að fjalla um komu Capone til Chicago og leið hans til valda. Spennandi að sjá hvort að de Palma takist að endurvekja töfrana úr þessari.
Þangað til næst, sjáumst!
Enn og aftur - topp tíu!
Jæja, nú er ég loksins að detta í þrjátíu færslur. Ég ætla að ljúka þessu með tveimur myndum af hinum fræga topp tíu lista, Pan's Labyrinth og The Untouchables. Ég ætla að geyma Shawshank Redemption og The Good, The Bad and The Ugly allavegana þangað til ég sé þær aftur en ég stefni á það í jólafríinu og á næsta ári.
Sem sagt, næstseinasta færslan! Spennan er magnþrungin.
Pan's Labyrinth
Þessi mynd er algjörlega brilljant. Hún er frá 2006 og er eftir leikstjórann Guillermo del Toro. Hún fjallar um unga stelpu sem fer inn í eins konar ævintýraheim til að sleppa frá hörmungum borgarastríðsins á Spáni. Fósturpabbi hennar er háttsettur og vægast sagt miskunnarlaus foringi fasista.
Mér fannst lýsingin á þessari mynd strax mjög spennandi. Að sjálfsögðu fylgdu með góðir dómar gagnrýnenda og þetta tvennt lét mig gera það að markmiði mínu að sjá þessa mynd.
Sagan sem er sögð og útfærslan á henni í myndinni er hvor tveggja frábær. Ævintýraheimurinn gefur leikstjóranum að mörgu leyti lausan tauminn og del Toro tekst mjög vel upp í að skapa hann. Sem dæmi er þessi vera sem er heldur betur skelfileg:
Stelpan sem leikur aðalhlutverkið stendur sig mjög vel en einnig aðrir leikarar, m.a. sá sem leikur Pan sjálfan. Leikstjórinn nær áhorfandanum algjörlega á sitt vald, við erum hrædd þegar við eigum að vera hrædd og glöð þegar við eigum að vera glöð. Á stundum er myndin helst til gróf en þannig kemst líka miskunnarleysið og ógnin til skila.
Þessi mynd er sannkallað meistaraverk. Sjáið hana.
Sem sagt, næstseinasta færslan! Spennan er magnþrungin.
Pan's Labyrinth
Þessi mynd er algjörlega brilljant. Hún er frá 2006 og er eftir leikstjórann Guillermo del Toro. Hún fjallar um unga stelpu sem fer inn í eins konar ævintýraheim til að sleppa frá hörmungum borgarastríðsins á Spáni. Fósturpabbi hennar er háttsettur og vægast sagt miskunnarlaus foringi fasista.
Mér fannst lýsingin á þessari mynd strax mjög spennandi. Að sjálfsögðu fylgdu með góðir dómar gagnrýnenda og þetta tvennt lét mig gera það að markmiði mínu að sjá þessa mynd.
Sagan sem er sögð og útfærslan á henni í myndinni er hvor tveggja frábær. Ævintýraheimurinn gefur leikstjóranum að mörgu leyti lausan tauminn og del Toro tekst mjög vel upp í að skapa hann. Sem dæmi er þessi vera sem er heldur betur skelfileg:
Stelpan sem leikur aðalhlutverkið stendur sig mjög vel en einnig aðrir leikarar, m.a. sá sem leikur Pan sjálfan. Leikstjórinn nær áhorfandanum algjörlega á sitt vald, við erum hrædd þegar við eigum að vera hrædd og glöð þegar við eigum að vera glöð. Á stundum er myndin helst til gróf en þannig kemst líka miskunnarleysið og ógnin til skila.
Þessi mynd er sannkallað meistaraverk. Sjáið hana.
Thursday, December 6, 2007
Rashomon
Ég missti af því þegar Siggi sýndi þessa í seinustu viku. Ég kíkti á hana í gær og hef því séð þrjár myndir hingað til með Kurosawa: þessa, Sjö samúræja og Drauma Kurosawa.
Eins og í Sjö Samúræjum, gengur þessi mynd að miklu leyti út á stórkostlega frásagnarhæfileika Kurosawa. Myndin fjallar um morð sem er sagt út frá mismunandi sjónarhornum og hæfileika manneskjunnar til að hagræða sannleiknum.
Kurosawa gerði þessa mynd árið 1950 en a.m.k. fjórir leikaranna í þessari voru einnig í Sjö samúræjum, sem Kurosawa gerði fjórum árum síðar. Sérstaklega kann ég vel við Takashi Shimura, sem leikur skógarhöggvarann í þessari mynd og er aðalmaðurinn í Sjö samúræjum. Hann hefur þetta útlit mannsins sem veit svörin við öllu og minnir mig aðallega á Morgan Freeman:
Toshiro Mifune er líka góður sem ræninginn Tajomaru, sem skellihlær beinlínis fram í opinn dauðann.
Mér fannst myndin ekki jafn góð og Sjö samúræjar en samt ansi góð. Hún krafðist ekki sama úthalds og var auðvitað mjög vel gerð og útfærð. Maður var mjög spenntur að heyra mismunandi sjónarhorn fólks og t.d. voru yfirheyrslurnar skemmtilega útfærðar. Ég bjóst þó kannski við öðruvísi endi en reyndar var hann góður. Svo vantaði kannski upp á stemminguna en ég var kominn í svolítið tímahrak við að horfa á hana.
Allt í allt ágætasta mynd sem er vel þess virði að sjá. Ég mun vafalaust horfa á hana aftur og aldrei að vita nema ég kunni enn betur að meta hana seinna við betra tækifæri.
Eins og í Sjö Samúræjum, gengur þessi mynd að miklu leyti út á stórkostlega frásagnarhæfileika Kurosawa. Myndin fjallar um morð sem er sagt út frá mismunandi sjónarhornum og hæfileika manneskjunnar til að hagræða sannleiknum.
Kurosawa gerði þessa mynd árið 1950 en a.m.k. fjórir leikaranna í þessari voru einnig í Sjö samúræjum, sem Kurosawa gerði fjórum árum síðar. Sérstaklega kann ég vel við Takashi Shimura, sem leikur skógarhöggvarann í þessari mynd og er aðalmaðurinn í Sjö samúræjum. Hann hefur þetta útlit mannsins sem veit svörin við öllu og minnir mig aðallega á Morgan Freeman:
Toshiro Mifune er líka góður sem ræninginn Tajomaru, sem skellihlær beinlínis fram í opinn dauðann.
Mér fannst myndin ekki jafn góð og Sjö samúræjar en samt ansi góð. Hún krafðist ekki sama úthalds og var auðvitað mjög vel gerð og útfærð. Maður var mjög spenntur að heyra mismunandi sjónarhorn fólks og t.d. voru yfirheyrslurnar skemmtilega útfærðar. Ég bjóst þó kannski við öðruvísi endi en reyndar var hann góður. Svo vantaði kannski upp á stemminguna en ég var kominn í svolítið tímahrak við að horfa á hana.
Allt í allt ágætasta mynd sem er vel þess virði að sjá. Ég mun vafalaust horfa á hana aftur og aldrei að vita nema ég kunni enn betur að meta hana seinna við betra tækifæri.
Ég og bíóhúsin - slæm blanda?
Seinast fór ég í bíó á kvikmyndahátíðina, sem ég hafði reyndar mjög gaman af. Þar voru öðruvísi myndir en maður sér vanalega þó að margar hafi reyndar verið drasl, eftir því sem maður heyrði. Fyrir utan sýningar tengdar kvikmyndagerð held ég að ég hafi farið einu sinni eða í mesta lagi tvisvar í bíó seinasta hálfa árið. Ég er nánast hættur að fara í bíó. Hvað er eiginlega í gangi? Er þetta sæmandi nemanda í kvikmyndagerð?
Standardinn hefur hækkað hjá mér. Ég er orðinn langþreyttur á að fara í bíó með félögunum á einhverja hundleiðinlega mynd sem var algjörlega ekki tímans eða peninganna virði. En hins vegar er nóg af góðum myndum til sýninga í kvikmyndahúsum landsins. Þau skipti sem ég hef séð lélega mynd vega þó greinilega þungar, sem er ekki nógu gott. En það er fleira sem spilar inn í.
Þegar ég hitti félagana þá finnst mér það að fara á kvikmynd bjóða upp á takmörkuð samskipti. Auðvitað er maður ekkert að spjalla í miðri mynd og vissulega gefst smá tími í hléinu en svo er oft bara farið heim. Kvöldið hefur þá farið í það að horfa á, oftar en ekki, heiladauða Hollywood mynd án þess að fá tækifæri til að spjalla við kunningjana. Auðvitað snýst það að fara í bíó ekki um þetta en í gegnum tíðina hefur þessi ástæða oft orðið til þess að ég sleppi bíóferð.
Svo er það himinháa miðaverðið. Finnst engum skrítið að það er alltaf sama verðið í öllum bíóum og hækkanir á verði á sama tíma? Það er nákvæmlega engin samkeppni á þessum markaði og bíóin virðast hafa tekið olíufélögin á þetta. Og hafa líklega gert það mjög lengi.
Svo gæti þetta verið einhver retróstemming hjá mér. Ég er búinn að koma mér upp ákveðnum fordómum fyrir nýjum myndum þó oft sé það ekki að ástæðulausu. Í mörgum myndum eru samtölin gjörsamlega innihaldslaus og áherslan aðallega lögð á sprengingar og brellur. Mér leiðist það og oft finnst mér meira spennandi að sjá klassískar myndir sem hefur verið sýnt og sannað að klikka ekki.
Líklega spila allir þessir þættir inn í mitt bíósnauða-ástand. Ég get þó varla talist alvöru kvikmyndaáhugamaður ef ég gef mér ekki tíma og peninga til að fara í bíó. Ég vel mér einhverja góða í jólafríinu og stefni ótrauður í kvikmyndahús borgarinnar.
Standardinn hefur hækkað hjá mér. Ég er orðinn langþreyttur á að fara í bíó með félögunum á einhverja hundleiðinlega mynd sem var algjörlega ekki tímans eða peninganna virði. En hins vegar er nóg af góðum myndum til sýninga í kvikmyndahúsum landsins. Þau skipti sem ég hef séð lélega mynd vega þó greinilega þungar, sem er ekki nógu gott. En það er fleira sem spilar inn í.
Þegar ég hitti félagana þá finnst mér það að fara á kvikmynd bjóða upp á takmörkuð samskipti. Auðvitað er maður ekkert að spjalla í miðri mynd og vissulega gefst smá tími í hléinu en svo er oft bara farið heim. Kvöldið hefur þá farið í það að horfa á, oftar en ekki, heiladauða Hollywood mynd án þess að fá tækifæri til að spjalla við kunningjana. Auðvitað snýst það að fara í bíó ekki um þetta en í gegnum tíðina hefur þessi ástæða oft orðið til þess að ég sleppi bíóferð.
Svo er það himinháa miðaverðið. Finnst engum skrítið að það er alltaf sama verðið í öllum bíóum og hækkanir á verði á sama tíma? Það er nákvæmlega engin samkeppni á þessum markaði og bíóin virðast hafa tekið olíufélögin á þetta. Og hafa líklega gert það mjög lengi.
Svo gæti þetta verið einhver retróstemming hjá mér. Ég er búinn að koma mér upp ákveðnum fordómum fyrir nýjum myndum þó oft sé það ekki að ástæðulausu. Í mörgum myndum eru samtölin gjörsamlega innihaldslaus og áherslan aðallega lögð á sprengingar og brellur. Mér leiðist það og oft finnst mér meira spennandi að sjá klassískar myndir sem hefur verið sýnt og sannað að klikka ekki.
Líklega spila allir þessir þættir inn í mitt bíósnauða-ástand. Ég get þó varla talist alvöru kvikmyndaáhugamaður ef ég gef mér ekki tíma og peninga til að fara í bíó. Ég vel mér einhverja góða í jólafríinu og stefni ótrauður í kvikmyndahús borgarinnar.
Topp tíu frh.
Jæja, Matrix er næst á listanum en ég nenni ekki að skrifa um hana núna og geymi hana í bili. Blues Brothers var ég búinn að skrifa um og þá er bara næsta í röðinni:
American History X
Mig minnir að ég hafi aðeins séð þessa einu sinni. Það hefur líklega verið í áttunda bekk en hún situr mér enn ofarlega í minni. Í raun er erfitt að horfa á þessa mynd til enda og muna ekkert eftir því.
American History X fjallar um fyrrverandi nýnasista sem reynir að hindra bróður sinn í að fara sama veg og hann sjálfur. Edward Norton leikur nýnasistann af sinni alkunnu snilld og Edward Furlong bróður hans. Leikstjórinn er Tony Kaye en hann hefur ekki verið afkastamikill og þetta vafalaust hans besta og langþekktasta mynd.
Myndin lýsir, stundum á mjög grófan hátt, hversu djúpt kynþáttahatrið getur legið í hugum manna. Myndin er svo sannarlega ekki við hæfi barna eða viðkvæma og eflaust mörgum sem finnst nóg um. Þó mér finnist hún óþarflega brútal á köflum, þá snerti myndin og sagan sem hún segir virkilega við mér. Handritið og söguþráðurinn, ásamt leik Nortons, gera þessa mynd virkilega góða. Kíkjið á þessa ef þið eruð ekki búin að því.
American History X
Mig minnir að ég hafi aðeins séð þessa einu sinni. Það hefur líklega verið í áttunda bekk en hún situr mér enn ofarlega í minni. Í raun er erfitt að horfa á þessa mynd til enda og muna ekkert eftir því.
American History X fjallar um fyrrverandi nýnasista sem reynir að hindra bróður sinn í að fara sama veg og hann sjálfur. Edward Norton leikur nýnasistann af sinni alkunnu snilld og Edward Furlong bróður hans. Leikstjórinn er Tony Kaye en hann hefur ekki verið afkastamikill og þetta vafalaust hans besta og langþekktasta mynd.
Myndin lýsir, stundum á mjög grófan hátt, hversu djúpt kynþáttahatrið getur legið í hugum manna. Myndin er svo sannarlega ekki við hæfi barna eða viðkvæma og eflaust mörgum sem finnst nóg um. Þó mér finnist hún óþarflega brútal á köflum, þá snerti myndin og sagan sem hún segir virkilega við mér. Handritið og söguþráðurinn, ásamt leik Nortons, gera þessa mynd virkilega góða. Kíkjið á þessa ef þið eruð ekki búin að því.
Wednesday, December 5, 2007
Topp tíu frh.
Donnie Darko
Donnie Darko er næst á listanum góða. Hún var gefin út árið 2001 en ég sá hana ekki fyrr en hún var sýnd á RÚV, þegar ég var í tíunda bekk. Það er í raun ótrúlegt að þeir skuli hafa sýnt þriggja ára gamla mynd en það ómögulega getur gerst.
Þessi mynd fjallar um ungling, Donnie Darko, sem er orðinn vel þreyttur á ameríska úthverfalífinu. Í myndinni fær hann sýnir með undarlegri kanínu, sem lætur hann fremja ýmis afbrot í svefni og bjargar honum líka úr hræðilegu slysi. Hann virðist ekki eiga samleið með fjölskyldu sinni, bekkjarfélögum eða kennurum en hrifst svo af nýju stelpunni í bekknum.
Jake Gyllenhaal leikur þennan einræna ungling og tekur hlutverkið með trompi. Hann nær þessu "mér er sama um allt" viðhorfi fullkomlega en tekst að halda í bæði kúlið og smá dassi af "góði gæjinn" fílingi líka. Leikstjórinn er Richard Kelly en hann virðist ekki hafa gert margt merkilegt fyrir utan þessa mynd. En auðvitað á hann hrós skilið fyrir þessa mynd.
Þetta er virkilega góð mynd. Handritið er frábært og oft leynist líka kaldhæðinn undirtónn sem fær mann til að brosa. Endirinn er afar flottur og vekur upp miklar pælingar um restina af myndinni. Mjög góð ræma.
Donnie Darko er næst á listanum góða. Hún var gefin út árið 2001 en ég sá hana ekki fyrr en hún var sýnd á RÚV, þegar ég var í tíunda bekk. Það er í raun ótrúlegt að þeir skuli hafa sýnt þriggja ára gamla mynd en það ómögulega getur gerst.
Þessi mynd fjallar um ungling, Donnie Darko, sem er orðinn vel þreyttur á ameríska úthverfalífinu. Í myndinni fær hann sýnir með undarlegri kanínu, sem lætur hann fremja ýmis afbrot í svefni og bjargar honum líka úr hræðilegu slysi. Hann virðist ekki eiga samleið með fjölskyldu sinni, bekkjarfélögum eða kennurum en hrifst svo af nýju stelpunni í bekknum.
Jake Gyllenhaal leikur þennan einræna ungling og tekur hlutverkið með trompi. Hann nær þessu "mér er sama um allt" viðhorfi fullkomlega en tekst að halda í bæði kúlið og smá dassi af "góði gæjinn" fílingi líka. Leikstjórinn er Richard Kelly en hann virðist ekki hafa gert margt merkilegt fyrir utan þessa mynd. En auðvitað á hann hrós skilið fyrir þessa mynd.
Þetta er virkilega góð mynd. Handritið er frábært og oft leynist líka kaldhæðinn undirtónn sem fær mann til að brosa. Endirinn er afar flottur og vekur upp miklar pælingar um restina af myndinni. Mjög góð ræma.
Charlie and the Chocolate Factory
Unnur var nokkuð oft búin að nefna við mig að ég þyrfti að sjá þessa mynd. Nánast í hvert skipti sem farið var út á leigu talaði hún um hana. En aldrei var ég algjörlega sammála þessari hugmynd. Mér leist samt ágætlega á hana og vanalega er ég ekki svona vandlátur á myndir. Ég virðist bara ekki hafa verið stilltur inn á þessa mynd. Fyrr en núna um daginn. Ég lét loks til leiðast að sjá hana og get ekki sagt að ég sjái eftir því.
Myndin er leikstýrð af Tim Burton, sem er frábær leikstjóri. Hann hefur sinn eigin skemmtilega stíl og tekst alltaf að vera frumlegur. Það að þessi maður skuli vera leikstjórinn ætti að vera nóg til að fá hvern sem er til að sjá þessa mynd. Ég hef séð nokkrar myndir eftir hann og t.d. fannst mér Big Fish frábær og Sleepy Hollow líka góð.
Myndin er byggð á þekktri bók eftir Roald Dahl. Hún fjallar um mann sem að á stærstu og flottustu súkkulaðiverksmiðju heims. Hann gerist eitthvað súr út í heiminn og hittir ekki nokkurn mann í nokkur ár, þangað til hann leyfir nokkrum heppnum krökkum að heimsækja sig í verksmiðjuna.
Barnabók eða ekki, þá er þetta stórskemmtileg saga. Auðvitað er Johnny Depp mættur á svæðið en hann og Burton hafa oft unnið áður saman. Depp stendur sig auðvitað mjög vel eins og hann gerir oftast. Hann leikur mjög litríkan karakter og virðist fæddur í það. Strákurinn sem leikur hitt aðalhlutverkið er líka góður og flestir leikarar aðrir standa sig vel.
Stór hluti þessarar myndar er umhverfið og hvernig það er útfært. Auðvitað er Burton rétti maðurinn í að kvikmynda þessa bók, því oft er umhverfið fáránlega súrrealískt. Ég ímynda mér að mikil tölvuvinnsla hafi farið í þessa mynd og hún er líka vel gerð.
Almennt séð er þetta fínasta mynd. Ég lét hana fara fram hjá mér allt of lengi. Ekki gera sömu mistök og ég.
Myndin er leikstýrð af Tim Burton, sem er frábær leikstjóri. Hann hefur sinn eigin skemmtilega stíl og tekst alltaf að vera frumlegur. Það að þessi maður skuli vera leikstjórinn ætti að vera nóg til að fá hvern sem er til að sjá þessa mynd. Ég hef séð nokkrar myndir eftir hann og t.d. fannst mér Big Fish frábær og Sleepy Hollow líka góð.
Myndin er byggð á þekktri bók eftir Roald Dahl. Hún fjallar um mann sem að á stærstu og flottustu súkkulaðiverksmiðju heims. Hann gerist eitthvað súr út í heiminn og hittir ekki nokkurn mann í nokkur ár, þangað til hann leyfir nokkrum heppnum krökkum að heimsækja sig í verksmiðjuna.
Barnabók eða ekki, þá er þetta stórskemmtileg saga. Auðvitað er Johnny Depp mættur á svæðið en hann og Burton hafa oft unnið áður saman. Depp stendur sig auðvitað mjög vel eins og hann gerir oftast. Hann leikur mjög litríkan karakter og virðist fæddur í það. Strákurinn sem leikur hitt aðalhlutverkið er líka góður og flestir leikarar aðrir standa sig vel.
Stór hluti þessarar myndar er umhverfið og hvernig það er útfært. Auðvitað er Burton rétti maðurinn í að kvikmynda þessa bók, því oft er umhverfið fáránlega súrrealískt. Ég ímynda mér að mikil tölvuvinnsla hafi farið í þessa mynd og hún er líka vel gerð.
Almennt séð er þetta fínasta mynd. Ég lét hana fara fram hjá mér allt of lengi. Ekki gera sömu mistök og ég.
Topp tíu listi frh. + staðan eins og hún er núna
Jæja, þá er ég búinn að henda inn einni færslu af þessum níu síðustu. Það mætti halda að ég hafi hent henni inn í gær en í raun skrifaði ég bara rétt svo byrjunina í gær. Þannig að ég hef ekki staðið mig neitt sérstaklega vel hingað til en þó er nægur tími til að bæta það upp. Eins og til dæmis með annarri færslu:
Í fyrstu ætlaði ég aldrei að gera neina sérstaka færslu um topp tíu listann hérna á síðunni. Ég bloggaði þó um Blues Brothers um daginn og í gær ákvað ég svo að taka sérstaka færslu um þennan ágæta lista. Í fyrstu átti sú færsla einungis að vera ein en í ljósi þess að mig vantar átta færslur upp á kvótann hef ég tekið þá dramatísku ákvörðun að skipta færslunum upp og tek ég þá eina eða tvær myndir í hverri færslu. En nú ætla ég að hætta þessu kjaftæði og skrifa smávegis um næstu mynd á listanum, sem er Citizen Kane. Hérna kemur það:
Citizen Kane
Ég sá Citizen Kane fyrst ungur að árum, eða einungis átta-níu ára. Ég hafði heyrt bræður mína og pabba fara fögrum orðum um hana áður og skellti henni sjálfur í tækið einn góðan veðurdag. Ég var vissulega ekki búinn að þróa með mér mikinn kvikmyndaskilning og ég hafði í raun aldrei séð svona mynd áður. Bæði voru efnistökin allt önnur en ég átti að venjast og allur bragur á myndinni sjálfri líka. Það var samt eitthvað sem ég sá við myndina og auðvitað er söguþráðurinn og endirinn á myndinni góður, án þess þó að maður skilji hversu mikilvæg myndin sjálf er. Það er eitthvað einstakt við virkilega góðar myndir sem getur verið erfitt að grípa nákvæmlega hvað er. Líklega tengist það hvernig sagan er sögð og skemmtanagildis myndarinnar í heild. Citizen Kane hefur að geyma þetta eitthvað og hún snerti mig strax þrátt fyrir minn ungan aldur. Síðan þá hef ég séð myndina aftur nokkrum sinnum og alltaf haft gaman af.
Þessi mynd er ein af þungavigtarverkum kvikmyndasögunnar eins og allir vita. Þetta var fyrsta kvikmynd Orson Welles í fullri lengd og er af mörgum talin ein besta mynd sögunnar. Ég þarf nú ekki að fara mörgum orðum um efni myndarinnar. Hún fjallar um fjölmiðlamógul og auðjöfur að nafni Kane og blaðamann sem rannsakar dánarorð hans.
Sagan er afar skemmtilega sögð en hún er að mestu sögð í gegnum endurlit og fáum við að vita meira og meira um Kane eftir því sem rannsókn blaðamannsins heldur áfram. Í myndinni notar Welles ýmis stílbrögð, meðal annars djúpan fókus, skot frá lágu sjónarhorni og margt annað. Welles stendur sig svo frábærlega í hlutverki auðjöfursins.
Það er oft talað um mikilvægi þessarar myndar í bandarískri kvikmyndagerð þar sem hún sameinaði marga þætti kvikmyndagerðar í eina mynd og gerði það á afar frumlegan og vandaðan hátt. Ég hef samt aldrei pælt neitt sérstaklega í því þegar ég hef horft á Citizen Kane og mér finnst hún njóta sér prýðilega án þess að maður sé að pæla sérstaklega í mikilvægi hennar. Það er hins vegar gaman að sjá hversu mikilvæg hún var og það er vissulega stór hluti ástæðunnar að kvikmyndaunnendur hafa hrifist af þessari mynd. Það er fyrst núna sem ég er að átta mig á því og auðvitað er það kvikmyndagerðarkúrsinn sem hefur opnað augu manns fyrir ýmsu.
En til að slútta þessu:
Þetta er góð mynd. Punktur.
Í fyrstu ætlaði ég aldrei að gera neina sérstaka færslu um topp tíu listann hérna á síðunni. Ég bloggaði þó um Blues Brothers um daginn og í gær ákvað ég svo að taka sérstaka færslu um þennan ágæta lista. Í fyrstu átti sú færsla einungis að vera ein en í ljósi þess að mig vantar átta færslur upp á kvótann hef ég tekið þá dramatísku ákvörðun að skipta færslunum upp og tek ég þá eina eða tvær myndir í hverri færslu. En nú ætla ég að hætta þessu kjaftæði og skrifa smávegis um næstu mynd á listanum, sem er Citizen Kane. Hérna kemur það:
Citizen Kane
Ég sá Citizen Kane fyrst ungur að árum, eða einungis átta-níu ára. Ég hafði heyrt bræður mína og pabba fara fögrum orðum um hana áður og skellti henni sjálfur í tækið einn góðan veðurdag. Ég var vissulega ekki búinn að þróa með mér mikinn kvikmyndaskilning og ég hafði í raun aldrei séð svona mynd áður. Bæði voru efnistökin allt önnur en ég átti að venjast og allur bragur á myndinni sjálfri líka. Það var samt eitthvað sem ég sá við myndina og auðvitað er söguþráðurinn og endirinn á myndinni góður, án þess þó að maður skilji hversu mikilvæg myndin sjálf er. Það er eitthvað einstakt við virkilega góðar myndir sem getur verið erfitt að grípa nákvæmlega hvað er. Líklega tengist það hvernig sagan er sögð og skemmtanagildis myndarinnar í heild. Citizen Kane hefur að geyma þetta eitthvað og hún snerti mig strax þrátt fyrir minn ungan aldur. Síðan þá hef ég séð myndina aftur nokkrum sinnum og alltaf haft gaman af.
Þessi mynd er ein af þungavigtarverkum kvikmyndasögunnar eins og allir vita. Þetta var fyrsta kvikmynd Orson Welles í fullri lengd og er af mörgum talin ein besta mynd sögunnar. Ég þarf nú ekki að fara mörgum orðum um efni myndarinnar. Hún fjallar um fjölmiðlamógul og auðjöfur að nafni Kane og blaðamann sem rannsakar dánarorð hans.
Sagan er afar skemmtilega sögð en hún er að mestu sögð í gegnum endurlit og fáum við að vita meira og meira um Kane eftir því sem rannsókn blaðamannsins heldur áfram. Í myndinni notar Welles ýmis stílbrögð, meðal annars djúpan fókus, skot frá lágu sjónarhorni og margt annað. Welles stendur sig svo frábærlega í hlutverki auðjöfursins.
Það er oft talað um mikilvægi þessarar myndar í bandarískri kvikmyndagerð þar sem hún sameinaði marga þætti kvikmyndagerðar í eina mynd og gerði það á afar frumlegan og vandaðan hátt. Ég hef samt aldrei pælt neitt sérstaklega í því þegar ég hef horft á Citizen Kane og mér finnst hún njóta sér prýðilega án þess að maður sé að pæla sérstaklega í mikilvægi hennar. Það er hins vegar gaman að sjá hversu mikilvæg hún var og það er vissulega stór hluti ástæðunnar að kvikmyndaunnendur hafa hrifist af þessari mynd. Það er fyrst núna sem ég er að átta mig á því og auðvitað er það kvikmyndagerðarkúrsinn sem hefur opnað augu manns fyrir ýmsu.
En til að slútta þessu:
Þetta er góð mynd. Punktur.
Tuesday, December 4, 2007
Topp tíu listinn
Topp tíu listinn hérna á síðunni er frekar óformlegur. Mér hefur alltaf fundist erfitt að skilgreina nákvæmlega bestu myndir sem ég hef séð. Stundum hef ég jafnvel spurt sjálfan mig að því, eftir að hafa horft á góða mynd, hvort að sú mynd ætti heima á þessum lista. En þetta er samt ágætis blanda af góðum myndum og margar sem eru á mörkunum á því að detta inn. Jæja, ég ætla allavegana að skella inn óformlegri færslu um þennan blessaða og mjög svo óformlega lista.
Memento
Myndirnar á listanum eru ekki í neinni sérstakri röð. Efst á hann skellti ég myndinni Memento. Þetta er mynd frá árinu 2000 sem ég sá í sjöunda bekk að því er mig minnir. Guy Pearce fer með aðalhlutverkið í þessari og stendur sig stórvel. Hann leikur mann sem þjáist af minnisleysi og gengur myndin út á það að miklu leyti. Plottið er vægast sagt rosalegt í þessari og maður er algjörlega eftir sig eftir að horfa á hana.
Snillingurinn Christopher Nolan sér um leikstjórnina og slær engin vindhögg þar. Hann hefur ekki leikstýrt mörgum myndum en hefur þó getið sér gott orðspor og virðast gæðin fara framar en magnið þegar kemur að honum. Þær myndir sem ég hef einnig séð eftir hann eru Batman Begins og The Prestige og fannst mér báðar mjög góðar. Það verður því gaman að sjá hvað þessi maður gerir í framtíðinni en það er einmitt næsta Batman mynd, The Dark Knight, sem er næsta mynd kappans og hún verður eflaust stórfín.
Þremur árum eftir að ég sá Memento kíkti ég aftur á hana. Myndin var mér líklega enn í of fersku minni, því hún gekk ekki alveg jafn vel í annað sinn. Það er þó ekkert til að draga úr gæðum myndarinnar, heldur var það heimska af mér að láta ekki líða aðeins lengur. Ég var bara of æstur í að sjá hana aftur. Sem aftur á móti bendir á hversu góð hún var. Þó svo að myndin virki líklega best í fyrsta sinn er það engin ástæða til að láta hana framhjá sér fara.
Jæja, ég hef ekkert verið að draga úr hrósinu á þessa mynd. Sem er líka ekkert skrítið. Hún er hörkugóð og ég mæli eindregið með henni.
Memento
Myndirnar á listanum eru ekki í neinni sérstakri röð. Efst á hann skellti ég myndinni Memento. Þetta er mynd frá árinu 2000 sem ég sá í sjöunda bekk að því er mig minnir. Guy Pearce fer með aðalhlutverkið í þessari og stendur sig stórvel. Hann leikur mann sem þjáist af minnisleysi og gengur myndin út á það að miklu leyti. Plottið er vægast sagt rosalegt í þessari og maður er algjörlega eftir sig eftir að horfa á hana.
Snillingurinn Christopher Nolan sér um leikstjórnina og slær engin vindhögg þar. Hann hefur ekki leikstýrt mörgum myndum en hefur þó getið sér gott orðspor og virðast gæðin fara framar en magnið þegar kemur að honum. Þær myndir sem ég hef einnig séð eftir hann eru Batman Begins og The Prestige og fannst mér báðar mjög góðar. Það verður því gaman að sjá hvað þessi maður gerir í framtíðinni en það er einmitt næsta Batman mynd, The Dark Knight, sem er næsta mynd kappans og hún verður eflaust stórfín.
Þremur árum eftir að ég sá Memento kíkti ég aftur á hana. Myndin var mér líklega enn í of fersku minni, því hún gekk ekki alveg jafn vel í annað sinn. Það er þó ekkert til að draga úr gæðum myndarinnar, heldur var það heimska af mér að láta ekki líða aðeins lengur. Ég var bara of æstur í að sjá hana aftur. Sem aftur á móti bendir á hversu góð hún var. Þó svo að myndin virki líklega best í fyrsta sinn er það engin ástæða til að láta hana framhjá sér fara.
Jæja, ég hef ekkert verið að draga úr hrósinu á þessa mynd. Sem er líka ekkert skrítið. Hún er hörkugóð og ég mæli eindregið með henni.
Monday, December 3, 2007
Dagskrá vikunnar
Jæja, núna þarf maður að blogga eins og brjálæðingur þessa vikuna. Siggi tekur saman einkunnirnar um næstu helgi og maður getur ekki annað en haft þrjátíu færslur tilbúnar þá.
Ég missti af sýningu á Rashomon eftir Kurosawa. Það voru ekki allir í bekknum sammála um ágæti hennar en hins vegar hefur pabbi hrósað henni í hástert svo mér líst bara ágætlega á þetta. Hann er líka alltaf að tala um það að maður eigi að horfa á sem flestar myndir þegar maður er enn ungur að árum. Það er ábyggilega mikið til í því, allavegana ef ég er sonur hans þá á ég eftir að gerast sérvitur með aldrinum. Það er því ýmislegt til í þessu hjá kallinum. En ég þarf sem sagt að skella inn hörkufærslu um Rashomon til að fá mætingu í bíótímann.
Annars hef ég varla tíma til að horfa á fleiri myndir í vikunni. Það verða því fleiri færslur um myndir sem ég hef séð áður. Svo luma ég kannski á einhverjum vangaveltum sem ég skelli hérna inn. Búið að vera allt of lítið af því hérna. Meira bara sama formúlan aftur og aftur hjá mér. Ætli ég reyni ekki að sýna örlitla fjölbreytni þessa seinustu viku.
Það er mánudagur í dag og ég þarf að vera kominn með þrjátíu færslur að morgni laugardags. Eða ég set stefnuna á það. Hmm, það eru þá fjórir dagar eftir og níu færslur. Það gera 2,25 færslur á dag. Og auðvitað þarf ég að horfa á Rashomon, sem er reyndar bara tæpar 90 mínútur. Núna duga sko engin vettlingatök, það er nokkuð ljóst!
Ég missti af sýningu á Rashomon eftir Kurosawa. Það voru ekki allir í bekknum sammála um ágæti hennar en hins vegar hefur pabbi hrósað henni í hástert svo mér líst bara ágætlega á þetta. Hann er líka alltaf að tala um það að maður eigi að horfa á sem flestar myndir þegar maður er enn ungur að árum. Það er ábyggilega mikið til í því, allavegana ef ég er sonur hans þá á ég eftir að gerast sérvitur með aldrinum. Það er því ýmislegt til í þessu hjá kallinum. En ég þarf sem sagt að skella inn hörkufærslu um Rashomon til að fá mætingu í bíótímann.
Annars hef ég varla tíma til að horfa á fleiri myndir í vikunni. Það verða því fleiri færslur um myndir sem ég hef séð áður. Svo luma ég kannski á einhverjum vangaveltum sem ég skelli hérna inn. Búið að vera allt of lítið af því hérna. Meira bara sama formúlan aftur og aftur hjá mér. Ætli ég reyni ekki að sýna örlitla fjölbreytni þessa seinustu viku.
Það er mánudagur í dag og ég þarf að vera kominn með þrjátíu færslur að morgni laugardags. Eða ég set stefnuna á það. Hmm, það eru þá fjórir dagar eftir og níu færslur. Það gera 2,25 færslur á dag. Og auðvitað þarf ég að horfa á Rashomon, sem er reyndar bara tæpar 90 mínútur. Núna duga sko engin vettlingatök, það er nokkuð ljóst!
Subscribe to:
Posts (Atom)