Á miðvikudaginn horfðum við á myndina The General frá árinu 1927 með Buster Keaton í aðalhlutverki og leikstjórasætinu. Hún er þögul og gerist í þrælastríðinu. Fyrirfram vissi ég lítið sem ekkert um þessa mynd. Ég hafði kíkt á imdb og komist að því að hún væri gamanmynd. Mér hafði einhvern veginn ekki dottið það í hug og átti erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hún kæmi út. Hún kom mér hins vegar skemmtilega á óvart. Myndin var í anda Chaplin og slagaði hátt upp í hans klassa. Buster var frábær í aðalhlutverkinu sem þessi klassíski lúði sem endar uppi sem hetja í lokin og bjargar deginum. Myndin gerðist að mjög miklu leyti í eimreiðum á ferð og mér fannst það frekar magnað hversu vel það heppnaðist. Ég bjóst eiginlega við minna frá mynd frá 1927 en það er augljóst að kvikmyndatækninni fleytti fljótt fram á fyrstu áratugum hennar. Svo var eldingareffektinn að sjálfsögðu ógleymanlegur. Fínasta mynd og mjög fyndin á köflum.
Wednesday, September 26, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mér fannst hún einmitt svo miklu betri en Chaplin, miklu fágaðari húmor. Ég geri mér samt grein fyrir því að þú ert og verður alltaf mikill Chaplin fan.
Post a Comment