Á miðvikudaginn munu ég og sombíklúbburinn horfa á 28 Weeks Later. Þessi mynd hefur fengið fína dóma og sums staðar sagt að þessi sé betri en hin fyrri. Við horfðum á fyrri myndina um árið og vorum mjög hrifin. Þess vegna var ákveðið að þessi yrði leigð sem fyrst. Nú ríkir mikil eftirvænting og spennan liggur hreinlega í loftinu. Ég bara get ekki beðið!
Mjög skemmtilegur þáttur sem við byrjuðum að horfa á í kvikmyndafræðinni í morgun, breskur þáttur um upphaf Hollywood. Fróðlegt að sjá hvernig þetta byrjaði þarna en við erum þó aðeins nýbyrjaðir. Absúrd að sjá einn af frumkvöðlunum í Ameríkunni gera fyrstu bandarísku stórmyndina en hún fjallaði um hvernig riddarar Ku Klux Klan koma suðurríkjunum til bjargar frá svertingjunum eftir Þrælastríðið. Hvítir menn með skósvertu í framan að falsa söguna. Þetta á að hafa orðið til þess að Ku Klux Klan menn hófu aftur ofsóknir sínar á hendur svartra í suðurríkjunum og ýfði upp gömul sár. Sýnir ljóslifandi hversu sterkt áróðurs- og tjáningarform kvikmyndirnar eru.
Monday, September 17, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment