Margt ansi fyndið. Ég er samt ekki alveg viss hvort hún haldi dampi. Stundum fannst mér þessi brandari - Aron og Eyjólfur að leika gamla kalla með "porn-'staches" - vera að tapa töfrunum, en þá kom eitthvað annað, eins og þessi stórkostlegu "ljóð". Á heildina var hún ansi skemmtileg. Varðandi útisenuna, þá hefði mátt reyna meira að laga hljóðið í henni (annað hvort að nota low-pass filterinn á hljóðnemanum, eða einhvern álíka filter í tölvunni), það hefði átt að ná einhverju af bílahljóðinu í upphafi þeirrar senu. Ég er svolítið á báðum áttum með þessa. Mér finnst hún ekki alveg jafnmikið "bíó" og hinar myndirnar, þ.e. mér finnst efnistökin svolítið "plain", og eins og þið séuð ekki að vinna úr efninu alveg eins myndrænt og ég hefði viljað.
Við skulum kryfja þessa umsögn aðeins til mergjar:
1. Siggi segir að það hafi verið þreyttur brandari að nota þessi "porn-staches".
Hugmyndin var fyrst að láta Aron vera bara með skegg en svo ákváðum við að taka þetta alla leið og í lokin enduðu allir karakterarnir, nema Alexandra, með skegg. Skeggin voru ekki hugsuð sem brandari heldur áttu þau að hjálpa til við að breyta okkur í karakterana í myndinni. Við sáum strax að þau væru fyndin og ákváðum þess vegna að taka þetta alla leið. Þetta var skemmtileg hugmynd og á viðbrögðunum heyrðist mér að mönnum fyndist hún skemmtileg. Stuttmyndin var hugsuð sem skemmtun og mér sýnist þetta hafa virkað. Eða þurftu allir að gera þvílíkt alvarlegar myndir með pælingum um rúm og tíma? Nota bene, ég er ekki að tala illa um þær myndir, við ákváðum bara að fara aðra leið með þetta.
2. Hljóðið í útisenunni og tæknileg atriði.
Ókei, það er erfitt að ætla að afsaka þetta. Auðvitað var þetta endalausa vesen með Soundtrack og allt það en það afsakar ekkert. En er þetta ástæða til að draga myndina svona mikið niður? Siggi talaði líka um tæknilegu hliðina á myndinni, en ef litið er á annað hljóð í myndinni þá er allt saman frekar skýrt og greinilegt. Ef litið er á klippinguna tekst hún nokkuð vel í myndinni. Það var smá vesen með birtuna í montage atriðinu en annars enginn lýsingarvandamál. Auðvitað hefði verið betra að vera með kastara og allt það en er hægt að ætlast til þess að við höfum tök á því? Persónulega fannst mér til dæmis skiptingin úr montage atriðinu yfir í það næsta vel heppnuð.
3. Ekki unnið eins myndrænt úr okkar efni.
Okkar senur voru frekar plain, ég viðurkenni það. En af hverju þarf það að vera mikið verra en hitt? Okkar efni bauð ekki upp á mikið af eltingarleikjum eða tæknibrellum. Myndin byggðist upp á samtölum og þar með einkenndist myndatakan af því.
4. Sagan og uppbygging myndarinnar
Okkar hópur ákvað að reyna að gera öðruvísi mynd en aðrir hóparnir myndu gera. Við ákváðum að byggja myndina upp þannig að rammi yrði um meginsögu myndarinnar. Við vildum í raun að áhorfandinn gæti gleymt sér í aðalsögunni en þegar sagan risi sem hæst yrði hann togaður aftur í nútímann, sem væri þá kaffiboð vinanna tveggja. Svo má hver dæma um enda myndarinnar en hann átti í raun að vera absúrd og koma kannski á óvart. Þessi uppbygging fannst okkur allavegana skemmtileg og í óvenjulegara lagi, auk þess sem áhorfandinn bíst kannski við öðru í byrjun myndarinnar þegar kaffiboðið hefst.
Mér finnst Siggi hafa einblínt of mikið á tæknilegu atriði myndanna. Hann mætti taka betur inn í reikninginn bæði sögulega uppbyggingu myndanna og sjálft skemmtanagildi.
6 comments:
Góður pistill um góða mynd.
Þetta var bara fokk leiðinleg mynd, Jolli. Get over it... Ekkert tímaflakk, hvað er það?
Góður rökstuðningur.
Ég sagði nú ekki beint að yfirvaraskeggin hefðu verið "þreytt". Það sem ég átti við var að þetta djók varð svolítið yfirþyrmandi. Það virkaði alveg, og var mjög fyndið til þess að byrja með, en missti kannski aðeins dampinn því Aron er alltaf í mynd. Hefði það kannski virkað ferskara ef bara þú og Ingi hefðuð verið með skegg? Þetta var ekki beint ætlað sem gagnrýni.
Ég skal játa það, að ég tók ekki nógu mikið tillit til góðrar sögu, og ég tek undir það að endirinn var góður.
Loks er 8,5 ekki slæm einkunn og varla hægt að tala um að þið séuð dregnir rosalega mikið niður. Mynd upp á 8,5 er fín mynd, en ekki gallalaus. Þó er ljóst að ef ég tek meira tillit til sögunnar þá á hún meira skilið.
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Telefone VoIP, I hope you enjoy. The address is http://telefone-voip.blogspot.com. A hug.
Ég veit ekki almennilega hvort eða hvernig maður á að gefa fyrir þessa færslu. 5 stig.
Þá endarðu í 91½ stigi.
Post a Comment