Á miðvikudaginn horfðum við á myndina The General frá árinu 1927 með Buster Keaton í aðalhlutverki og leikstjórasætinu. Hún er þögul og gerist í þrælastríðinu. Fyrirfram vissi ég lítið sem ekkert um þessa mynd. Ég hafði kíkt á imdb og komist að því að hún væri gamanmynd. Mér hafði einhvern veginn ekki dottið það í hug og átti erfitt með að gera mér grein fyrir hvernig hún kæmi út. Hún kom mér hins vegar skemmtilega á óvart. Myndin var í anda Chaplin og slagaði hátt upp í hans klassa. Buster var frábær í aðalhlutverkinu sem þessi klassíski lúði sem endar uppi sem hetja í lokin og bjargar deginum. Myndin gerðist að mjög miklu leyti í eimreiðum á ferð og mér fannst það frekar magnað hversu vel það heppnaðist. Ég bjóst eiginlega við minna frá mynd frá 1927 en það er augljóst að kvikmyndatækninni fleytti fljótt fram á fyrstu áratugum hennar. Svo var eldingareffektinn að sjálfsögðu ógleymanlegur. Fínasta mynd og mjög fyndin á köflum.
Wednesday, September 26, 2007
Thursday, September 20, 2007
The Simpsons Movie
Nú var að hefjast 19. þáttaröð Simpsons í Bandaríkjunum. Fáir sjónvarpsþættir geta haldið dampi í meira en áratug og Simpsons tekst það ekki. Ég hef séð einn og einn af nýjustu þáttunum og mér fannst þeir afar bragðdaufir. Þeir eru orðnir of útþynntir og kannski einn eða tveir sæmilegir brandarar í hverjum þætti. Ég hef hins vegar horft á flesta, ef ekki alla, þætti í þáttaröðum tvö til fimm og það fer ekkert á milli mála að Simpsons á sínu besta skeiði voru eitt besta sjónvarpsefni sem völ var á. Oft er talað um þáttaraðir tvö til átta sem gullaldarár Simpsons þáttanna.
Ég fór á Simpsons kvikmyndina um daginn. Ég hafði séð mikið af jákvæðum dómum um myndina og ákvað því að sjá hvort að hún tækist að endurvekja gamla töfra. Myndin byrjaði ágætlega og mér fannst hugmyndirnar fínar. Ekkert allt of mikið af góðum brandörum en þó einstaka atriði sem mér þótti fyndin. Eftir hlé breyttist myndin hins vegar í einhvern lélegan farsa og ekkert fyndið að gerast. Minnti mig á köflum á þætti eins og t.d. According to Jim, sem eru beinlínis móðgun við mannlega vitsmuni.
Mér finnst einfaldlega að þeir vandi sig ekki nógu mikið við þetta. Það bætir náttúrlega við að þættirnir hafa verið sýndir núna í tæpa tvo áratugi og það er nánast eins og allir brandarar séu uppurnir. Húmor fólks er samt mismunandi og margir töluðu vel um myndina. Ég geri þó ákveðnar kröfur til gamansefnis og Simpsons þættirnir og kvikmyndin uppfylla ekki þær kröfur. Ég varð því fyrir vonbrigðum með þessa mynd og held mig bara við gullaldarárin.
Ég fór á Simpsons kvikmyndina um daginn. Ég hafði séð mikið af jákvæðum dómum um myndina og ákvað því að sjá hvort að hún tækist að endurvekja gamla töfra. Myndin byrjaði ágætlega og mér fannst hugmyndirnar fínar. Ekkert allt of mikið af góðum brandörum en þó einstaka atriði sem mér þótti fyndin. Eftir hlé breyttist myndin hins vegar í einhvern lélegan farsa og ekkert fyndið að gerast. Minnti mig á köflum á þætti eins og t.d. According to Jim, sem eru beinlínis móðgun við mannlega vitsmuni.
Mér finnst einfaldlega að þeir vandi sig ekki nógu mikið við þetta. Það bætir náttúrlega við að þættirnir hafa verið sýndir núna í tæpa tvo áratugi og það er nánast eins og allir brandarar séu uppurnir. Húmor fólks er samt mismunandi og margir töluðu vel um myndina. Ég geri þó ákveðnar kröfur til gamansefnis og Simpsons þættirnir og kvikmyndin uppfylla ekki þær kröfur. Ég varð því fyrir vonbrigðum með þessa mynd og held mig bara við gullaldarárin.
28 vikum síðar......
Reiði-vírusinn svokallaði er slæmur vírus með kjánalegt nafn. Vírus þessi berst með blóði og munnvatni og þegar þú færð hann ertu ekki með kvef eða hlaupabólu. Nei, þegar þú færð þennan vírus þá breytistu í frekar illan fjanda. Þegar þú ert sýktur er það eina sem dregur þig áfram að komast í einhvern heilbrigðan vesaling og annað hvort spúa blóði yfir hann eða taka þér hann til matar. Og viti menn, þá breytist hann í ógeðslegan uppvakning alveg eins og þú. Þessi óskemmtilegi vírus fer mikinn í myndunum 28 Days Later og 28 Weeks Later, sem er framhald hinnar fyrri.
Í framhaldsmyndinni eru liðnar 28 vikur síðan veiran braust út í Bretlandi og NATO hafa yfirumsjón með enduruppbyggingu Lundúna. Það er talið að veiran sé útdauð en það er þó farið mjög varkárlega að öllu. Nú, hvað gerist þá. Jú, upp kemur tilfelli þar sem veiran lifir enn og hún brýst út aftur. Það er þá sem menn byrja að missa sig.
Mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð. Hún var vel gerð og þó að NATO og bandaríski herinn væru þarna í forgrunni tókst þeim ekki að skemma myndina. Hún stóð vel undir nafni sem hryllingsmynd og var gríðarlega spennandi á köflum. Leikararnir stóðu sig ágætlega, þarna voru m.a. tveir unglingar í aðalhlutverkum og þau komust vel frá þessu. Gaman að sjá skoska leikarann úr Trainspotting koma ferskan inn:
Þessi mynd fannst mér þó ekki jafngóð og hin, hún náði ekki þessum einstaka fílingi sem var í hinni. Ástæðan fyrir því er líklega sú að þessi var fyrirsjáanlegri, maður vissi nokkurn veginn hvernig þetta gengi fyrir sig. Hin var líka dýpri, hún kannaði meira mannlegt eðli og hafði meiri pælingar. Þessi minnti meira á aðrar hryllings- og spennumyndir. Niðurstaða mín er því ekki jafngóð og fyrri myndin en þó verðugt framhald.
Í framhaldsmyndinni eru liðnar 28 vikur síðan veiran braust út í Bretlandi og NATO hafa yfirumsjón með enduruppbyggingu Lundúna. Það er talið að veiran sé útdauð en það er þó farið mjög varkárlega að öllu. Nú, hvað gerist þá. Jú, upp kemur tilfelli þar sem veiran lifir enn og hún brýst út aftur. Það er þá sem menn byrja að missa sig.
Mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð. Hún var vel gerð og þó að NATO og bandaríski herinn væru þarna í forgrunni tókst þeim ekki að skemma myndina. Hún stóð vel undir nafni sem hryllingsmynd og var gríðarlega spennandi á köflum. Leikararnir stóðu sig ágætlega, þarna voru m.a. tveir unglingar í aðalhlutverkum og þau komust vel frá þessu. Gaman að sjá skoska leikarann úr Trainspotting koma ferskan inn:
Þessi mynd fannst mér þó ekki jafngóð og hin, hún náði ekki þessum einstaka fílingi sem var í hinni. Ástæðan fyrir því er líklega sú að þessi var fyrirsjáanlegri, maður vissi nokkurn veginn hvernig þetta gengi fyrir sig. Hin var líka dýpri, hún kannaði meira mannlegt eðli og hafði meiri pælingar. Þessi minnti meira á aðrar hryllings- og spennumyndir. Niðurstaða mín er því ekki jafngóð og fyrri myndin en þó verðugt framhald.
Monday, September 17, 2007
28 Weeks Later og brjálaður frumkvöðull
Á miðvikudaginn munu ég og sombíklúbburinn horfa á 28 Weeks Later. Þessi mynd hefur fengið fína dóma og sums staðar sagt að þessi sé betri en hin fyrri. Við horfðum á fyrri myndina um árið og vorum mjög hrifin. Þess vegna var ákveðið að þessi yrði leigð sem fyrst. Nú ríkir mikil eftirvænting og spennan liggur hreinlega í loftinu. Ég bara get ekki beðið!
Mjög skemmtilegur þáttur sem við byrjuðum að horfa á í kvikmyndafræðinni í morgun, breskur þáttur um upphaf Hollywood. Fróðlegt að sjá hvernig þetta byrjaði þarna en við erum þó aðeins nýbyrjaðir. Absúrd að sjá einn af frumkvöðlunum í Ameríkunni gera fyrstu bandarísku stórmyndina en hún fjallaði um hvernig riddarar Ku Klux Klan koma suðurríkjunum til bjargar frá svertingjunum eftir Þrælastríðið. Hvítir menn með skósvertu í framan að falsa söguna. Þetta á að hafa orðið til þess að Ku Klux Klan menn hófu aftur ofsóknir sínar á hendur svartra í suðurríkjunum og ýfði upp gömul sár. Sýnir ljóslifandi hversu sterkt áróðurs- og tjáningarform kvikmyndirnar eru.
Mjög skemmtilegur þáttur sem við byrjuðum að horfa á í kvikmyndafræðinni í morgun, breskur þáttur um upphaf Hollywood. Fróðlegt að sjá hvernig þetta byrjaði þarna en við erum þó aðeins nýbyrjaðir. Absúrd að sjá einn af frumkvöðlunum í Ameríkunni gera fyrstu bandarísku stórmyndina en hún fjallaði um hvernig riddarar Ku Klux Klan koma suðurríkjunum til bjargar frá svertingjunum eftir Þrælastríðið. Hvítir menn með skósvertu í framan að falsa söguna. Þetta á að hafa orðið til þess að Ku Klux Klan menn hófu aftur ofsóknir sínar á hendur svartra í suðurríkjunum og ýfði upp gömul sár. Sýnir ljóslifandi hversu sterkt áróðurs- og tjáningarform kvikmyndirnar eru.
Veðramót
Ég fór á myndina Veðramót á föstudaginn fyrir um viku síðan. Ég var búinn að lesa viðtal við Guðnýju leikstjóra myndarinnar fyrr um daginn og þar kom m.a. fram að myndin er ekki byggð á Breiðavíkurmálinu. Mér fannst sú hugmynd líka alltaf frekar hæpin þar sem það er aðeins um hálft ár síðan Breiðavíkurmálið var í umræðunni. Það er því tilviljun að myndin komi út eftir að þetta mál hefur verið svona mikið í umræðunni.
Myndin snertir á viðkvæmum málum og kemur að misnotkun barna og slælegu uppeldi af hálfu foreldra. Veðramót fjallar mjög opinskátt um þessi mál, enda mikilvægt að draga þessi mál fram á sjónasviðið og vekja athygli á þeim. Það er margt sem er undarlegt á unglingaheimilinu sem er í brennidepli í myndinni, m.a. það hve lítið stjórnendur hælisins vita í raun um krakkana sem eru þar.
Mér fannst leikarar myndarinnar flestir sýna frábæran leik og það er athyglisvert sé litið á ungan aldur margra þeirra. Að öllu öðru leyti var þetta mjög vel gerð mynd og öll umgjörð frábær. Það eina sem mér fannst vanta upp á var sagan, það hefði kannski þurft örlítið skýrari söguþráð. Myndin hefði mátt einblína betur á einhverjar færri persónur og segja söguna í kringum þær. Eftir á að hugsa eru það þó kannski bara duttlungar í mér.
Að lokum kom mér það mjög á óvart hversu arfafáir voru á myndinni í stóra sal Háskólabíós. Kannski fimmtíu manns, í mesta lagi hundrað. Mér var þó bent á að myndin var sýnd í mörgum bíóum samtímis og að fólk byði gjarnan eftir umfjöllunum um myndir áður en það legði leið sína á þær.
Allt í allt, góð mynd.
Myndin snertir á viðkvæmum málum og kemur að misnotkun barna og slælegu uppeldi af hálfu foreldra. Veðramót fjallar mjög opinskátt um þessi mál, enda mikilvægt að draga þessi mál fram á sjónasviðið og vekja athygli á þeim. Það er margt sem er undarlegt á unglingaheimilinu sem er í brennidepli í myndinni, m.a. það hve lítið stjórnendur hælisins vita í raun um krakkana sem eru þar.
Mér fannst leikarar myndarinnar flestir sýna frábæran leik og það er athyglisvert sé litið á ungan aldur margra þeirra. Að öllu öðru leyti var þetta mjög vel gerð mynd og öll umgjörð frábær. Það eina sem mér fannst vanta upp á var sagan, það hefði kannski þurft örlítið skýrari söguþráð. Myndin hefði mátt einblína betur á einhverjar færri persónur og segja söguna í kringum þær. Eftir á að hugsa eru það þó kannski bara duttlungar í mér.
Að lokum kom mér það mjög á óvart hversu arfafáir voru á myndinni í stóra sal Háskólabíós. Kannski fimmtíu manns, í mesta lagi hundrað. Mér var þó bent á að myndin var sýnd í mörgum bíóum samtímis og að fólk byði gjarnan eftir umfjöllunum um myndir áður en það legði leið sína á þær.
Allt í allt, góð mynd.
Wednesday, September 5, 2007
Að mæla fjöll
Hver á sér ekki þann draum ljúfastan að koma við í Wales og mæla fjöll? Blanda geði við hinn almenna Walesbúa, óverdósa á fiðluþjóðlagatónlist og kynnast lífsháttum upp til fjalla í landi kolanámanna? Hugh Grant hefur uppfyllt þann draum. Það gerði hann í myndinni The Englishman Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain en hún bar þessa frábæru auglýsingu:
Söguþráðurinn er í grófum dráttum sá að á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar koma tveir enskir herramenn við í velsku þorpi til að mæla fjall í grennd við þorpið. Skilgreiningin á fjalli á þessum tímum var sú að það þyrfti að mælast minnst 1000 fet. Þorpsbúarnir eru mjög stoltir af þessu fjalli sínu sem þeir kalla fyrsta fjallið í Wales og þegar það mælist 982 fet þá eru þeir ekki par sáttir. Þeir leggjast því í það að hækka fjallið sitt. Þá fer af stað atburðarás sem verður til þess að ensku herramennirnir virðast ekki getað haldið áfram á leið sinni í gegnum Wales. Gæti það verið að þeir neyðist til að mæla hæðina aftur?
Nú er ljóst að fjallamælingar og velskt sveitaþorp ásamt tveimur enskum herramönnum á fyrri hluta tuttugustu aldar hljóma ekkert of spennandi. Þessi söguþráður og þetta frábæra plaggat myndarinnar grípa ekki alla við fyrstu hlustun og sjón. Þrátt fyrir það er þessi mynd ekki öll þar sem hún er séð. Grantinn leikur við hvern sinn fingur og er að sjálfsögðu mættur í sitt eina hlutverk sem lúðalegur en góðhjartaður Breti. Ég hef alltaf haft lúmskt gaman að kallinum. Svo er þarna gaur sem lék í Star Trek:Deep Space Nine á sínum tíma, feiknar góður sem kvennabósi þorpsins. Að sjá hann vekur fram góðar minningar, stórgóðir þættir. Þjóðlagatónlistin veður uppi í gegnum myndina og mér finnst hún passa vel við umhverfi og efni myndarinnar. Myndin heldur vel áfram og manni leiðist aldrei.
Þetta er mynd sem hefur allt sem búast má við af henni: smá drama, dass af rómantík og aðallega gaman. Þegar íslenska stórhríðin bankar á gluggann mæli ég með að þið setjið þessa mynd í tækið og leyfið Grant og velsku þorpsbúunum að ylja ykkur um hjartaræturnar. Þetta er vissulega mynd sem gott er að kýkja á með kærustunni/kærastanum en þó langt á undan þessum dæmigerðu rómantísku myndum. Gleymið draslmyndum frá Hollywood eins og The Break Up og Failure to Launch. Bretarnir klikka ekki.
Söguþráðurinn er í grófum dráttum sá að á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar koma tveir enskir herramenn við í velsku þorpi til að mæla fjall í grennd við þorpið. Skilgreiningin á fjalli á þessum tímum var sú að það þyrfti að mælast minnst 1000 fet. Þorpsbúarnir eru mjög stoltir af þessu fjalli sínu sem þeir kalla fyrsta fjallið í Wales og þegar það mælist 982 fet þá eru þeir ekki par sáttir. Þeir leggjast því í það að hækka fjallið sitt. Þá fer af stað atburðarás sem verður til þess að ensku herramennirnir virðast ekki getað haldið áfram á leið sinni í gegnum Wales. Gæti það verið að þeir neyðist til að mæla hæðina aftur?
Nú er ljóst að fjallamælingar og velskt sveitaþorp ásamt tveimur enskum herramönnum á fyrri hluta tuttugustu aldar hljóma ekkert of spennandi. Þessi söguþráður og þetta frábæra plaggat myndarinnar grípa ekki alla við fyrstu hlustun og sjón. Þrátt fyrir það er þessi mynd ekki öll þar sem hún er séð. Grantinn leikur við hvern sinn fingur og er að sjálfsögðu mættur í sitt eina hlutverk sem lúðalegur en góðhjartaður Breti. Ég hef alltaf haft lúmskt gaman að kallinum. Svo er þarna gaur sem lék í Star Trek:Deep Space Nine á sínum tíma, feiknar góður sem kvennabósi þorpsins. Að sjá hann vekur fram góðar minningar, stórgóðir þættir. Þjóðlagatónlistin veður uppi í gegnum myndina og mér finnst hún passa vel við umhverfi og efni myndarinnar. Myndin heldur vel áfram og manni leiðist aldrei.
Þetta er mynd sem hefur allt sem búast má við af henni: smá drama, dass af rómantík og aðallega gaman. Þegar íslenska stórhríðin bankar á gluggann mæli ég með að þið setjið þessa mynd í tækið og leyfið Grant og velsku þorpsbúunum að ylja ykkur um hjartaræturnar. Þetta er vissulega mynd sem gott er að kýkja á með kærustunni/kærastanum en þó langt á undan þessum dæmigerðu rómantísku myndum. Gleymið draslmyndum frá Hollywood eins og The Break Up og Failure to Launch. Bretarnir klikka ekki.
Subscribe to:
Posts (Atom)