Monday, August 27, 2007

Astrópía

Þegar mynd er líst sem "ævintýramynd" sér maður fyrir sér gríðarlegan kostnað og mikið af tæknibrellum. Það er jú klassíski Hollywood standardinn. Þegar ég heyrði því fyrst um efni myndarinnar Astrópíu, átti ég erfitt með að ímynda mér útfærsluna. Mér fannst hæpið að íslenskir framleiðendur settu mikla fjármuni í ævintýramynd fyrir þennan smávaxna markað. Það kom svo í ljós að þetta var ekki þessi dæmigerða ævintýramynd og brellur og almennur kostnaður í lágmarki. Þetta var meira í áttina að grínmynd og dæmið gekk bara ágætlega upp hjá aðstandendum myndarinnar.

Mér fannst atburðarás myndarinnar halda manni ágætlega við efnið og atriðin oft hlægileg. Ragnhildur Steinunn er ekki frábær leikkona en þó kom hún vel frá þessari mynd. Aðrir leikarar stóðu sig bara ágætlega. Skiptingar í myndinni á milli hins raunverulega og ímyndaða heims komu vel út og mér fannst það góð hugmynd að tvinna það saman eins og gert var. Þetta er ekki mynd með djúpar pælingar en þó ágætis skemmtun og ég sé ekki eftir 1100 kallinum.

No comments: